Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Þórðarson

(23. apr. 1677–1730)

Stúdent, lögréttumaður.

Foreldrar: Þórður (d. 1695) Brynjólfsson á Steindórsstöðum í Reykholtsdal og kona hans Helga Þorbjarnardóttir í Kolsholti Jónssonar. Lærði undir skóla hjá Birni Þórðarsyni á Signýjarstöðum, áður presti í Reynisþingum, hefir verið tekinn í Skálholtsskóla um eða eftir 1690, stúdent um 1697–8, missti rétt til prestsskapar vegna lausaleiksbrots, varð skrifari hjá Vigfúsi sýslumanni Hannessyni í Langholti, og þar er hann 1703 og 1707, en 1709 er hann orðinn bóndi að Oddgeirshólum, skoraðist 1711 undan lögréttumannssarfi, með því að hann hygði á að fá uppreisn til prestskapar, er samt sem áður orðinn lögréttumaður 1715, en sagði því starfi af sér 1723, með því að hann væri félaus og héldi engan verkfæran mann, nema í kvenmann, virðist hafa átt 18* heima að Kálfhóli á Skeiðum 1724–5, en flutzt síðan vestur að Saurbæ á Kjalarnesi og gengið í þjónustu Sigurðar sýslumanns eldra Sigurðssonar.

Kona 1: Guðríður (f. um 1667, d. um 1723) Ásmundsdóttir lögréttumanns að Tungufelli, Guðnasonar, ekkja síra Þórðar Þorsteinssonar í Villingaholti (þau bl.).

Kona 2: Margrét Sighvatsdóttir að Hurðarbaki, Halldórssonar.

Sonur þeirra Sighvatur í Litla-Botni og Hrísakoti í Brynjudal. (HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.