Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Þorsteinsson

(um 1562–1642)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Hallsson að Mælifelli og kona hans Valgerður Ólafsdóttir. Er prestur orðinn 1589, er um 1592–4 orðinn prestur að Reynistaðarklaustri, er kominn að Ríp 1603, fekk Þingeyraklaustursprestakall vorið 1614 og hélt til æviloka, mun hafa búið að Brekku í Þingi, hefir orðið prófastur í Húnavatnsþingi 1630 eða 1631 og hélt því starfi til æviloka.

Kona: Steinunn Egilsdóttir að Geitaskarði, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Þorlákur á Auðkúlu, Guðný átti síra Björn Þorvaldsson í Hvammi í Laxárdal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.