Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Þorláksson

(um 1660–1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorlákur Halldórsson að Auðkúlu og kona hans Þórdís Illugadóttir Hólaráðsmanns, Jónssonar. Tekinn í Hólaskóla 1675, stúdent 1682, fekk Bægisá 1686 og hélt til æviloka (andaðist í miklu bólu). Á alþingi 1691 hét Heidemann landfógeti að leysa inn fyrir síra Halldór uppreisnarbréf að mega halda Bægisá, gegn 6 hundr. fiska innlagi í Akureyrarkaupst.

Kona: Guðríður (f. um 1660) Ólafsdóttir lögréttumanns að Egilsá, Guðmundssonar.

Börn þeirra: Kristín eldri átti síra Sigurð Gottskálksson að Bægisá, Valgerður átti síra Ólaf Þórarinsson að Eyjadalsá, Þorlákur í Tungunesi, Einar að Bægisá syðri, Þórdís átti Jón Ólafsson yngra frá Þverá, Kristín yngri átti síra Björn Þorláksson á Hjaltabakka, Steinunn átti Sigfús lögréttumann Þorláksson í Fornhaga. Guðríður ekkja síra Halldórs varð síðar s.k. síra Jóns Þórðarsonar að Myrká. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.