Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Þorgrímsson

(12. júlí 1802–7.apr.1860)

. Bóndi. Foreldrar: Þorgrímur Marteinsson í Víðum í Reykjadal og kona hans Vigdís Hallgrímsdóttir.

Bóndi á Bjarnastöðum í Bárðardal. Einstakur fjör- og eljumaður. Hóf búskap bláfátækur, en varð efnamaður og hin mesta sveitarstoð; bjargvættur í harðindum. Ritaði bækling um hirðingu sauðfjár, er prentaður var að sögn; finnst þó ekki getið í ritskrám. Kona: Guðrún Jónsdóttir. Börn þeirra, sem upp komust: Jón hreppstjóri á Bjarnastöðum (faðir Valgerðar biskupsfrúar og Halldórs bankagjaldkera), Vigdís átti Sigurgeir Pálsson (Bardal), Marteinn á Lundarbrekku, Þorgrímur í Hraunkoti (Norðri VIII; kirkjubækur o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.