Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Árnason Johnsen

(4. ágúst 1791–29. júlí 1861)

Prestur.

Foreldrar: Árni stúdent („Reynistaðarmágur“) Jónsson og kona hans Hólmfríður Halldórsdóttir Vídalíns á Reynistað, Bjarnasonar. F. í Grindavík. Tekinn í Bessastaðaskóla 1809, stúdent 1816, með tæpum meðalvitnisburði. Varð þá skrifari hjá Castenschiold stiftamtmanni. Var í Kh. veturinn 1817–18, vígðist 16. júlí 1820– aðstoðarprestur síra Hannesar Schevings á Grenjaðarstöðum. Fekk Stað í Grindavík 8. sept. 1821, fluttist þangað vorið 1822, fekk Presthóla 16. ágúst 1832, sagði af sér prestskap 12. nóv. 1848, enda var hann mjög fátækur, níddi staðinn og þókti lélegur kennimaður, varð síðan skrifari hjá Sigfúsi sýslumanni Schulesen.

Kona (27. júní 1822): Ragnheiður (f. 5. jan. 1797, d. 20. jan. 1840) Sigurðardóttir prests að Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar; þau bl. (Bessastsk.; Vitæ ord. 1820; HpÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.