Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Árnason

(um 1772– um 1825)

Lyfsalasveinn í Nesi við Seltjörn.

Foreldrar: Árni að Selalæk Ormsson (prests að Reyðarvatni, Snorrasonar) og kona hans Þuríður yngri Loptsdóttir prests að Krossi, Rafnkelssonar. Mun hafa lært hjá föðurbróður sínum, Magnúsi lyfsala Ormssyni, og er til hans kominn eigi síðar en 1797, á síðan heima í Nesi samfleytt til 1825; hefir dáið um það bil eða flutzt í burtu.

Kona: Þórdís Brynjólfsdóttir á Bakka á Kjalarnesi, Einarssonar; þau bl. (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.