Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Árnason

(um 1672– í júníbyrjun 1736)

Prestur.

Foreldrar: Árni að Eyvindará Eiríksson (prests í Vallanesi, Ketilssonar) og kona hans Guðný Bjarnadóttir Skálholtsráðsmanns og lögréttumanns, Eiríkssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1689, stúdent 1693, var síðan 3 ár í þjónustu Þórðar byskups Þorlákssonar. Fekk Húsafell vorið 1696 (vígður líklega 21. júní s.á.) og hélt til dauðadags.

Kona (1698). Halldóra Illugadóttir prests í 16 Grímsey, „Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Bjarni sýslumaður á Þingeyrum, síra Sigvaldi að Húsafelli, síra TIugi að Borg, Guðmundur var á Akranesi (drukknaði í Svínadalsá í Húnavatnsþingi um sjötugt), Ingibjörg átti Þorstein skáld Bárðarson í Vogatungu, Sigurður, Þorgerður (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.