Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Ámundason
(7. jan. 1773–20. júlí 1843)
Prestur.
Foreldrar: Ámundi trésmiður Jónsson í Syðra Langholti í Ytra Hrepp og víðar og kona hans Sigríður Halldórsdóttir á Narfastöðum í Melasveit, Torfasonar. F. að Núpi í Fljótshlíð.
Eftir að hafa lært hjá Ísleifi Einarssyni, síðar dómstjóra, og síra Þorvaldi Böðvarssyni, var hann tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1789, stúdent 1791, með bezta vitnisburði, gekk 1793 í þjónustu Ísleifs Einarssonar, er þá var sýslumaður í Húnavatnssýslu. Vígðist 18. sept. 1796 aðstoðarprestur síra Jóns Guðmundssonar á Mel, bjó á Ánastöðum, síðar í Syðsta Hvammi, fekk Hjaltabakka 29. apríl 1807, en Mel 18. okt. 1814 og hélt til dauðadags. Settur prófastur 1828, skipaður 1829, fekk lausn 1833. Hann var merkismaður, gáfaður, vel að sér, hagleiksmaður á tré og málverk og góður læknir, hinn gervilegasti maður, en drykkfelldur mjög.
Kona 1 (30. maí 1797): Helga (f. 1772, d. 25. febr. 1818) Grímsdóttir, Guðmundssonar,
Börn þeirra, sem upp komust: Ámundi smiður á Kirkjubóli í Langadal, Sigríður átti barn í lausaleik (með Jóni Sigmundssyni vestan úr Dölum), giftist síðan Ólafi Björnssyni á Bálkastöðum, Helga átti Gest Jónsson síðast að Innra Hólmi, Ástríður, bústýra Ólafs stúdents Ingimundarsonar að Torfalæk, kenndi honum barn, sem Björn Ólafsson síðar að Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd, er hún giftist síðar, var haldinn faðir að, Jón að Kolbítsá, Ingibjörg átti Jón Guðmundsson á Sveigisstöðum, Jóhann stúdent, Jóhanna átti Arnór gullsmið Arnórsson á Gauksmýri, Messíana átti Þorstein Hallgrímsson að Þverfelli í Saurbæ.
Kona 2 (3. ág. 1818): Margrét (f. 1788, d. 24. júlí 1860) Egilsdóttir prests á Staðarbakka, Jónssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Egill smiður að Reykjum á Reykjabraut, síra Daníel að Hólmum, Eggert síðast á Titlingastöðum í Víðidal, Jóhannes guðfræðingur, barnaskólastjóri á Akureyri, Margrét Ingibjörg átti Gunnlaug verzlunarmann á Skagaströnd Guttormsson, Guðrún átti Egil bókbindara Jónsson í Rv., Sigurrós átti Halldór Reykjalín trésmið Friðriksson prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Ámundi trésmiður Jónsson í Syðra Langholti í Ytra Hrepp og víðar og kona hans Sigríður Halldórsdóttir á Narfastöðum í Melasveit, Torfasonar. F. að Núpi í Fljótshlíð.
Eftir að hafa lært hjá Ísleifi Einarssyni, síðar dómstjóra, og síra Þorvaldi Böðvarssyni, var hann tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1789, stúdent 1791, með bezta vitnisburði, gekk 1793 í þjónustu Ísleifs Einarssonar, er þá var sýslumaður í Húnavatnssýslu. Vígðist 18. sept. 1796 aðstoðarprestur síra Jóns Guðmundssonar á Mel, bjó á Ánastöðum, síðar í Syðsta Hvammi, fekk Hjaltabakka 29. apríl 1807, en Mel 18. okt. 1814 og hélt til dauðadags. Settur prófastur 1828, skipaður 1829, fekk lausn 1833. Hann var merkismaður, gáfaður, vel að sér, hagleiksmaður á tré og málverk og góður læknir, hinn gervilegasti maður, en drykkfelldur mjög.
Kona 1 (30. maí 1797): Helga (f. 1772, d. 25. febr. 1818) Grímsdóttir, Guðmundssonar,
Börn þeirra, sem upp komust: Ámundi smiður á Kirkjubóli í Langadal, Sigríður átti barn í lausaleik (með Jóni Sigmundssyni vestan úr Dölum), giftist síðan Ólafi Björnssyni á Bálkastöðum, Helga átti Gest Jónsson síðast að Innra Hólmi, Ástríður, bústýra Ólafs stúdents Ingimundarsonar að Torfalæk, kenndi honum barn, sem Björn Ólafsson síðar að Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd, er hún giftist síðar, var haldinn faðir að, Jón að Kolbítsá, Ingibjörg átti Jón Guðmundsson á Sveigisstöðum, Jóhann stúdent, Jóhanna átti Arnór gullsmið Arnórsson á Gauksmýri, Messíana átti Þorstein Hallgrímsson að Þverfelli í Saurbæ.
Kona 2 (3. ág. 1818): Margrét (f. 1788, d. 24. júlí 1860) Egilsdóttir prests á Staðarbakka, Jónssonar.
Börn þeirra, er upp komust: Egill smiður að Reykjum á Reykjabraut, síra Daníel að Hólmum, Eggert síðast á Titlingastöðum í Víðidal, Jóhannes guðfræðingur, barnaskólastjóri á Akureyri, Margrét Ingibjörg átti Gunnlaug verzlunarmann á Skagaströnd Guttormsson, Guðrún átti Egil bókbindara Jónsson í Rv., Sigurrós átti Halldór Reykjalín trésmið Friðriksson prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.