Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Vídalín (Bjarnason)
(– – 1801)
Klausturhaldari.
Foreldrar: Bjarni sýslumaður Halldórsson á Þingeyrum og kona hans Hólmfríður Pálsdóttir lögmanns. Vídalíns. Lærði eitthvað í skólalærdómi, en hefer líkl. ekki orðið stúdent, enda þókti lítt fallinn til lærdóms (var þó hagmæltur, sjá Lbs.).
Var í Kh. a.m.k. veturinn 1756–T, sumir segja, að hann hafi átt að læra þar í Maríuskóla (Frúarskóla), en svo virðist þó heldur af gögnum, að hann hafi hugsað sér þar til atvinnu. Bjó fyrst að Reykjum í Miðfirði, en síðan 1 ár (1767–8) að Lækjamóti í Víðidal, fekk Reynistaðarklaustur 1768 og fluttist þá að Reynistað, gekk „þar mjög á eignir hans, af afleiðingum fjárkláðans, og 1780 urðu 2 synir hans úti á Kijalvegi með um 180 fjár, er hann hafði keypt til endurreisnar kúgildum klaustursins, fekk hann með úrskurði konungs 150 rd. í skaðabætur fyrir það tjón, lét þó eftir sig í fasteign 140 hundr. og lausafé, er hljóp á 656 rd.
Kona (í des. 1759): Ragnheiður Einarsdóttir á Söndum í Miðfirði, Nikulássonar.
Börn þeirra: Bjarni og Einar (urðu báðir úti á Kjalvegi), Páll fór utan, dó ungur, Hólmfríður átti Árna kaupmann Jónsson (Reynistaðar-mág), Björg átti síra Sigurð Árnason að Hálsi í Fnjóskadal, Anna átti síra Stefán Einarsson í Sauðanesi, Benedikt á Víðimýri, Elín átti síra Pál Erlendsson á Brúarlandi. Launsonur Halldórs (með Málmfríði Sighvatsdóttur, vinnukonu á Þingeyrum): Oddur sýslumaður Vídalín í Barðastrandarsýslu, borinn á brúðkaupsdegi hans. (BB. Sýsl.; HÞ.).
Klausturhaldari.
Foreldrar: Bjarni sýslumaður Halldórsson á Þingeyrum og kona hans Hólmfríður Pálsdóttir lögmanns. Vídalíns. Lærði eitthvað í skólalærdómi, en hefer líkl. ekki orðið stúdent, enda þókti lítt fallinn til lærdóms (var þó hagmæltur, sjá Lbs.).
Var í Kh. a.m.k. veturinn 1756–T, sumir segja, að hann hafi átt að læra þar í Maríuskóla (Frúarskóla), en svo virðist þó heldur af gögnum, að hann hafi hugsað sér þar til atvinnu. Bjó fyrst að Reykjum í Miðfirði, en síðan 1 ár (1767–8) að Lækjamóti í Víðidal, fekk Reynistaðarklaustur 1768 og fluttist þá að Reynistað, gekk „þar mjög á eignir hans, af afleiðingum fjárkláðans, og 1780 urðu 2 synir hans úti á Kijalvegi með um 180 fjár, er hann hafði keypt til endurreisnar kúgildum klaustursins, fekk hann með úrskurði konungs 150 rd. í skaðabætur fyrir það tjón, lét þó eftir sig í fasteign 140 hundr. og lausafé, er hljóp á 656 rd.
Kona (í des. 1759): Ragnheiður Einarsdóttir á Söndum í Miðfirði, Nikulássonar.
Börn þeirra: Bjarni og Einar (urðu báðir úti á Kjalvegi), Páll fór utan, dó ungur, Hólmfríður átti Árna kaupmann Jónsson (Reynistaðar-mág), Björg átti síra Sigurð Árnason að Hálsi í Fnjóskadal, Anna átti síra Stefán Einarsson í Sauðanesi, Benedikt á Víðimýri, Elín átti síra Pál Erlendsson á Brúarlandi. Launsonur Halldórs (með Málmfríði Sighvatsdóttur, vinnukonu á Þingeyrum): Oddur sýslumaður Vídalín í Barðastrandarsýslu, borinn á brúðkaupsdegi hans. (BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.