Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Vilhjálmsson

(14. febr. 1875–12. maí 1936)

Skólastjóri.

Foreldrar: WVilhjálmur Bjarnarson að Kaupangi, síðar Reyðará við Rv.

Lauk gagnfræðaprófi á Möðruvöllum 1891. Fór til Kh. 1901 og lauk þar prófi í landbúnaðarháskólanum 1904. Dvaldist þar enn að námi í ár. Kennari í Eiðaskóla 1905–7. Skólastjóri á Hvanneyri frá 1907 til æviloka.

Var hreppstjóri um hríð og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Ritstörf: Fóðurfræði, Rv. 1929, og ýmsar greinir í Búnaðarriti, Frey og blöðum. Heiðursfélagi Bf. Ísl., r. af dbr. og af fálk.

Kona: Svava Þórhallsdóttir byskups, Bjarnarsonar (þau bræðrabörn); þau slitu samvistir.

Börn þeirra: Björn hagfr., Svava átti Gunnar ráðunaut Bjarnason, Þórhallur mjólkurfræðingur, Valgerður átti Runólf Sveinsson skólastjóra á Hvanneyri, Sigríður átti Pál Þorkelsson viðgerðamann í Rv. (Freyr, 31. árg.: Búnaðarrit 1937; munnlegar heimildir frá frændfólki).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.