Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Tyrfingsson

(15. og 16. öld)

Ábóti. Faðir (?): Tyrtfingur Jónsson. Er orðinn prestur 1492, talinn hafa tekið Staðarhól 1495; þar er hann enn 18 1531. Er orðinn prófastur í Dalasýslu 1502. Árið 1533 er hann orðinn ábóti að Helgafelli og er þar enn 1544 og hefir lifað nokkuru lengur.

Börn hans: Síra Jón á Öndverðaeyri, Tyrfingur, Sigríður átti Jón lögréttumann Þórðarson að Hvoli í Saurbæ; líkl. er og Ástríður, sem átti Guðmund Erlendsson, móðir Þórðar lögmanns, dóttir hans (Dipl. Isl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.