Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Torfason

(um 1658–1705)

Prestur.

Foreldrar: Síra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ og kona hans Sigríður Halldórsdóttir lögmanns, Ólafssonar. Lærði í Skálholtsskóla, vígðist aðstoðarprestur föður síns 29. nóv. 1685, fekk vonarbréf fyrir Gaulverjabæ eftir föður sinn ". apríl 1688, tók staðinn eftir hann (full afhending 16. maí 1691) og hélt til æviloka (féll niður örendur á ferð á Eyrarbakka, mjög drukkinn).

Kona (konungsleyfi vegna þremenningsmægða 13. mars og 20. apr. 1697, en kaupmáli dags. 1. okt. 1695): Þuríður (f. um 1665) Sæmundsdóttir á Sæbóli, Eggertssonar, ekkja Eggerts Jónssonar í Flatey.

Sonur þeirra síra Halldórs dó barn að aldri. Þuríður bjó eftir lát síra Halldórs í Skipholti, síðan í Haukadal, en fluttist 1712 vestur í Flatey. Hjá henni fekk Árni Magnússon margt handrita frá Gaulverjabæ. Hún arfleiddi Orm sýslumann Daðason að eignum sínum, gegn mótmælum bróður síns og amtmanns, og mun Árni Magnússon hafa stuðlað að því, að konungsstaðfesting fekkst á þá arfleiðsluskrá (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.