Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Torfason

(2. sept. 1862–26.nóv.1939)

Læknir, verkfr.

Foreldrar: Torfi kaupm. Halldórsson á Flateyri og kona hans María Júlíana Özurardóttir í Bæ í Súgandafirði, Magnússonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1877, stúdent 1884, með 3. einkunn (45 st.), próf úr læknaskóla 1. júlí 1888, með 2. eink. (74 st.). Var í spítölum í Kh. 1888–9, skipslæknir 1889–90, stundaði lækningar í Vestfjörðum 1891, fluttist síðan til Vesturheims og lagði fyrir sig um hríð lækningar, lengstum í Boston, en varð að láta af því starfi vegna vanheilsu. Tók þá próf í vélaverkfræði og lagði síðan fyrir sig þess háttar störf.

Var síðast í Vinalhaven í Maine og dó þar.

Kona (1916): Pricella Mildred, f. Moody (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.