Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Thorgrímsen (Guðmundsson)
(29. apríl 1789–30. sept. 1846)
Settur sýslumaður.
Foreldrar: Síra Guðmundur Þorgrímsson á Lambastöðum og kona hans Sigríður Halldórsdóttir prests í Hítardal, Finnssonar. Stúdent 10. júlí 1811 úr heimaskóla frá stjúpföður sínum, Geir byskupi Vídalín, með meðalvitnisburði (hafði um hríð verið í Bessastaðaskóla, en veikindi hindrað skólavist hans), fór síðan utan og lauk 20. jan. 1813 prófi í dönskum lögum, með 1. einkunn í bóklegu, en 2. einkunn í verklegu prófi. Settur sýslumaður í Kjósar- og Gullbringusýslu 15. apríl 1814, vikið frá sumarið 1818, vegna óreiðu, og algerlega með dómi 11. nóv. 1818. Varð haustið 1820 skrifari hjá stiftamtmanni, með 200 rd. árslaunum, mun hafa haldið því, meðan Geir byskup lifði, en um 1825 varð hann að láta konu sína og 2 dætur fara utan og ári síðar son sinn, veikan, varð 1829 skrifari hjá Eiríki sýslumanni Sverrissyni, en 1831 hjá Steingrími byskupi Jónssyni í Laugarnesi. Hann andaðist í Rv.
Kona (um 1813). María Dóróthea (f. um 1787) Möller, og mun hún hafa verið ekkja. Af börnum þeirra komust upp: Sigríður Kristín Guðrún (f. um 1813, d. 3. dec. 1886) átti S. Chr. Topsöe bæjarfógeta í Skelskör, og er af þeim merkt fólk í Danmörku (Lbs. 48, fol.; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. II; HÞ. Guðfr., bls. 107–8; HÞ.).
Settur sýslumaður.
Foreldrar: Síra Guðmundur Þorgrímsson á Lambastöðum og kona hans Sigríður Halldórsdóttir prests í Hítardal, Finnssonar. Stúdent 10. júlí 1811 úr heimaskóla frá stjúpföður sínum, Geir byskupi Vídalín, með meðalvitnisburði (hafði um hríð verið í Bessastaðaskóla, en veikindi hindrað skólavist hans), fór síðan utan og lauk 20. jan. 1813 prófi í dönskum lögum, með 1. einkunn í bóklegu, en 2. einkunn í verklegu prófi. Settur sýslumaður í Kjósar- og Gullbringusýslu 15. apríl 1814, vikið frá sumarið 1818, vegna óreiðu, og algerlega með dómi 11. nóv. 1818. Varð haustið 1820 skrifari hjá stiftamtmanni, með 200 rd. árslaunum, mun hafa haldið því, meðan Geir byskup lifði, en um 1825 varð hann að láta konu sína og 2 dætur fara utan og ári síðar son sinn, veikan, varð 1829 skrifari hjá Eiríki sýslumanni Sverrissyni, en 1831 hjá Steingrími byskupi Jónssyni í Laugarnesi. Hann andaðist í Rv.
Kona (um 1813). María Dóróthea (f. um 1787) Möller, og mun hún hafa verið ekkja. Af börnum þeirra komust upp: Sigríður Kristín Guðrún (f. um 1813, d. 3. dec. 1886) átti S. Chr. Topsöe bæjarfógeta í Skelskör, og er af þeim merkt fólk í Danmörku (Lbs. 48, fol.; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. II; HÞ. Guðfr., bls. 107–8; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.