Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Teitsson

(um 1595–1685)

Prestur.

Foreldrar: Síra Teitur Halldórsson í Gufudal og f. k. hans Þóra Torfadóttir á Kirkjubóli í Langadal, Jónssonar. Hann er orðinn prestur í Dýrafjarðarþingum 1617, fekk Gufudal 1625, tók síra Teit, son sinn, til aðstoðarprests 1665, lét af prestskap 1670, bjó síðan í Svínanesi (a.m.k. er hann þar 1681). Var settur prófastur í Barðastrandarsýslu 1635, en hefir orðið það að fullu 1639, lét af því starfi um 1650. Árið 1646 var Múlakirkja á Skálmarnesi lögð frá Gufudal til Flateyjar, og hefir svo verið síðan.

Hann var merkur maður og vel að sér, samdi annál, sem brann hjá Árna Magnússyni, en er kominn inn í Sjávarborgarannál Þorláks Markússonar. Á árum hans (1649) skemmdist Gufudalur, svo að aldrei hefir náð sér síðan, við það að Álfadalsá hljóp á tún og engjar.

Kona 1 (25. sept. 1625): Helga (d. 1626), laundóttir Sæmundar Árnasonar að Hóli í Bolungarvík; þau bl.

Kona 2: Guðrún Skúladóttir á Eiríksstöðum, Einarssonar.

Börn þeirra: Síra Teitur í Gufudal, Þorgrímur í Svínanesi, Þóra átti síra Hannes Benediktsson að Snæfjöllum, enn dætur nokkurar, er allar dóu óg. og bl. (HÞ.; Saga Ísl. V; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.