Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Snorrason

(11. öld)

Hirðmaður, síðast bóndi í Hjarðarholti í Laxárdal.

Foreldrar: Snorri goði Þorgrímsson og 3. kona hans Hallfríður Einarsdóttir Þveræings, Eyjólfssonar. Mikilmenni, og er af honum sérstakur þáttur.

Kona: Þórdís Þorvaldsdóttir (í beinan legg af Holta á Holtastöðum).

Börn þeirra: Snorri, Þorkatla átti Guðlaug Þorfinnsson að Straumfirði, Birningur. Laundóttir (með Ólöfu Þorvarðsdóttur Síðu-Hallssonar, SD.): Guðrún átti Kjartan Ásgeirsson að Vatnsfirði (Landn.; Eyrb.; sjá og Þorsteinss. Síðuhs.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.