Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Skúlason

(16. öld)

Sýslumaður. Faðir: Skúli Guðmundsson, Sigvaldasonar langalífs. Fekk Þykkvabæjarklaustur 8. apr. 1564 (kann og að hafa haldið um tíma skömmu fyrr) og bjó þar. Hélt Skaftafellsþing a.m.k. 1569 og síðan líkl. hluta þess, a. m. k. 1587 (ef hann hefir þá ekki verið lögsagnari).

Kona: Ingveldur, kölluð hin góða (kvenna minnst og ófríðust, enda talið, að Halldór hafi kvænzt henni til fjár) Þorvaldsdóttir í Skál á Síðu Jónssonar.

Tók hún að sér hórbörn manns síns, er hann átti (einkum með Guðrúnu sól) og ól upp sem hún ætti sjálf; er vant að greina, hver Halldór átti með henni eða öðrum. Að jafnaði eru þessi talin börn þeirra: Sigvaldi á Búlandi, Katrín átti síra Bjarna Gíslason að Ásum, Ólöf, Sigríður átti Guðbrand Jónsson að Steinum undir Eyjafjöllum, Skúli, Agnes átti Ólaf Björnsson í Marteinstungu. Launsonur Halldórs er víslega talinn Guðbrandur og fluttist í Hornafjörð. (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.