Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Sigurðsson

(1800–10. júlí 1856)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Sigurður Árnason að Hálsi í Fnjóskadal og k. h. Björg Halldórsdóttir klausturhaldara Vídalíns á Reynistað.

Stúdent 1819 utanskóla frá Geir byskupi Vídalín (eyða fyrir vitnisburðinum í Lbs. 48, fol.).

Gerðist bóndi að Úlfsstöðum í Loðmundarfirði og var þar til æviloka.

Kona: Hildur Eiríksdóttir (systir Magnúsar guðfræðings í Kh.).

Börn þeirra, er upp komust: Björn á Úlfsstöðum, Eiríkur að Blöndudalshólum, Kjartan, Magnús og Benedikt fór til Vesturheims, Þórarinn bjó í Kelduhverfi, Þorbjörg f. k. síra Stefáns M. Jónssonar að Auðkúlu. Síðar varð Hildur s. k. Jóhannesar Kristjánssonar á Laxamýri. (Lbs. 394, 4to.; Lbs. 48; BB. Sýsl.; SGrBf. Auðkúluprestar í Prestasögum hans).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.