Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Sigurðsson

(1729– ?)

Stúdent.

Foreldrar: Sigurður (d. 8. sept. 1780, 80 ára) Jónsson að Karlsá í Svarfaðardal og kona hans Anna (d. 30. okt. 1785, 83 ára) Halldórsdóttir að Tungufelli í Svarfaðardal.

Tekinn í Hólaskóla 1745, stúdent 27. maí 1751, var um hríð í þjónustu Skúla landfógeta Magnússonar, t. d. 1754, og á ferðalögum með Bjarna Pálssyni, síðar landlækni, varð djákn á Þingeyrum 17. júní 1755, en sleppti því starfi fyrirvaralaust 1756, fór þá utan, var þó eigi skráður í stúdentatölu, var í þjónustu Rantzaus stiftamtmanns, en hafði verið í förum til Vesturindía og þá stýrimaður, er á lífi 1761, andaðist í Kh. ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.