Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Sigfússon

(3. janúar 1815 [í jan. 1814 Bessastsk.] – 21. sept. 1846)

Stúdent. Launsonur síra Sigfúsar Árnasonar aðstoðarprests að Dvergasteini og Sigríðar Einarsdóttur, er síðar átti síra Benedikt Þórarinsson í Heydölum. Stúdent úr Bessastaðaskóla 1836, með mjög góðum vitnisburði, fór utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. s. á. með 2. einkunn, tók annað lærdómspróf 1837, með 1. einkunn, var þar nokkur ár, kom síðan aftur til landsins, bjó á Hallfreðarstöðum. Fekk Hofteig 18. ág. 1846, en áður en hann tæki vígslu, drukknaði hann í Lagarfljóti, á sama stað sem faðir hans.

Kona (26. nóv. 1841): Þórunn (d. 15. mars 1880) Pálsdóttir sýslumanns á Hallfreðarstöðum, Guðmundssonar.

Sonur þeirra: Síra Stefán í Hofteigi. Þórunn ekkja hans átti síðar Pál umboðsmann og skáld Ólafsson (Bessastsk.; SGrBf.; sjá og háskólaskýrslur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.