Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Pálsson

(6. júní 1694–12. febr. 1754)

Prestur.

Foreldrar: Páll Jónsson á Brattavöllum í Svarfaðardal og kona hans Ásdís Bjarnadóttir frá Skáldsstöðum. Tekinn í Hólaskóla 1712, stúdent 22. maí 1723, fekk Knappsstaði 15. apr. 1724, mun hafa vígzt 25. maí s. á. og hélt prestakallið til dauðadags.

Hann var talinn heldur einfaldur og illa að sér, en vandaður, vinsæll og búhöldur góður. Í skýrslum Harboes er hann talinn ólærður, en reglusamur.

Kona (1736 eða 1737): Valgerður (f. 14. ágúst 1714, d. 1789) Jónsdóttir að Enni á Höfðaströnd, Bjarnasonar. Dóttir þeirra: Guðríður átti Sigurð byskup Stefánsson. Valgerður ekkja síra Halldórs átti síðar síra Benedikt Pálsson á Stað á Reykjanesi (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.