Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Pálsson

(22. apr. 1773– 7. júlí 1863)

Bóndi á Ásbjarnarstöðum.

Foreldrar: Páll Jónsson að Sleggjulæk, Guðmundssonar, og kona hans Ingibjörg Erlendsdóttir í Stafholtsey, Guðmundssonar. Eftir hann eru uppskriftir á fróðleikstíningi og árbækur (sjá Lbs.).

Kona: Þórdís Einarsdóttir, Sveinbjarnarsonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Einar á Ásbjarnarstöðum, Jón að Svarfhóli í Stafholtstungum, Guðrún átti Jón Jónsson í Tóptarhring, Ingibjörg átti fyrr Ólaf Finnsson að Síðumúlaveggjum, síðar Jóhannes Sveinsson sst., Margrét átti Þorbjörn Sigurðsson að Helgavatni, Valgerður átti Sigmund Jónsson, María átti Vigfús Jónsson í Katanesi, Sigríður átti Daníel Jónsson á Fróðastöðum (Blanda VI; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.