Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Marteinsson

(– – 1655)

Prestur.

Foreldrar: Marteinn lögréttumaður Halldórsson á Álptanesi á Mýrum og kona hans Ingunn Jónsdóttir prests í Stafholti, Egilssonar.

Hann var skólagenginn, en líklega ekki stúdent, vígðist 1633, líkl. 21. júlí, til Akra- og Hjörseyjarsókna og hefir haldið þær a.m.k. til 1636 (má vera til 1642), en eftir það varð hann aðstoðarprestur síra Sigurðar Finnssonar í Miklaholti og hélt það 1 ár eftir lát hans, gegndi jafnframt Rauðamelssókn frá 1645, en frá 1647 hefir hann búið á Álptanesi, embættislaus.

Hann drukknaði í Lambastaðaá í nóv. 1655.

Kona: Þórey (f. um 1614, enn á lífi 1703) Jónsdóttir, Kolbeinssonar.

Börn þeirra: Síra Jón eldri að Langárfossi, Högni í Straumfirði, Guðmundur, Guðrún átti Bergsvein Grímsson (prests í Görðum, Bergsveinssonar), Jón yngri, Katrín (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.