Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Magnússon

(um 1655–1734)

Prestur.

Foreldrar: Síra Magnús Einarsson á Stað í Steingrímsfirði og kona hans Guðrún Halldórsdóttir á Melgraseyri, Andréssonar. Vígðist 22. júlí 1683 aðstoðarprestur föður síns og bjó í Kaldaðarnesi, fekk Árnes að veitingu 21. júlí 1707, tók við því til fulls 4. júlí 1708, lét af prestskap 1732 og afhenti staðinn 17.–19. ág. s.á. síra Magnúsi, syni sínum. Hann var maður vel metinn.

Kona 1: Guðrún Bjarnadóttir á Nauteyri, Sigurðssonar.

Börn þeirra talin: Síra Magnús í Garpsdal, Árni, Einar, Guðrún átti Sigmund Oddsson í Kaldaðarnesi, Þorbjörg átti Alexíus Jónsson að Kambi.

Kona 2: Herdís Magnúsdóttir að Auðkúlu í Arnarfirði, Guðmundssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.