Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Magnússon

(1. febr. 1826–15. apríl 1909)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Magnús hreppstjóri Jónsson að Sandbrekku og kona hans Herborg Magnúsdóttir að Hrafnabjörgum, Runólfssonar. Bjó í Húsey frá 1851, en að Sandbrekku 1869–94 og dvaldist þar til æviloka. Naut mikils trausts og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Bætti vel hús og jörð, enda fekk hann verðlaun úr sjóði Krisjáns níunda.

Kona (1851): Guðrún (d. 27. júní 1888) Jónsdóttir frá Torfastöðum.

Börn þeirra, sem upp komust: Jón hreppstjóri í Þórsnesi, Guðmundur að Unaósi, Herborg átti Sigfús Gíslason á Hofströnd í Borgarfirði, Margrét átti Stefán póstafgrm. Stefánsson í Eskifirði, Sigfús að Sandbrekku, Stefán og Runólfur fóru til Vesturheims (Óðinn XI; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.