Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Andrés Gíslason
(um 1692–1739)
Prestur.
Foreldrar: Gísli skáld Andrésson á Saurum í Dýrafirði og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir prests í Skarðsþingum, Einarssonar.
Hann mun borinn að Dynjandi í Grunnavík, því að þar bjuggu foreldrar hans 1703. Stúdent úr Skálholtsskóla 1712. Var í þjónustu Jóns byskups Vídalíns, til þess er hann fekk Dýrafjarðarþing og var vígður þangað 28. júlí 1715. Samdi síra Andrés þá svo við uppgjafaprestinn, síra Bjarna Brynjólfsson, eftir kröfu hans, að hann mætti gegna embætti í einni sókninni (Mýrasýslu), meðan um semdi. En er byskup komst að þessu, líkaði honum illa, og bannaði hann síra Bjarna öll prestsverk í Mýrasókn, nema með leyfi síra Andrésar, og mun síra Bjarni hafa hlýtt því. Þá var Snæbjörn Pálsson (Mála-Snæbjörn) eigandi Mýrakirkju og bjó á Mýrum. Hann amaðist við síra Andrési og þóktist hafa vald til þess, vegna eignarréttar síns, að kveðja til annan prest. En byskup lagði bann fyrir það í bréfi 31. júlí 1716. Hélzt svo, meðan byskup lifði, og bjó síra Andrés að Gerðhömrum, en síðar að Núpi. Eftir lát byskups þóktist Andrés ekki mega haldast kyrr, vegna áreitni Snæbjarnar, enda voru málasóknir með þeim á báða bóga, 1718 og 1721, þótt sættir kæmust á.
Fekk hann þá veiting fyrir Otradal 12. sept. 1721 og fluttist þangað vorið eftir. Þar var hann síðan til dauðadags.
Kona (1722): Kristín Torfadóttir lögréttumanns á Kúlu í Arnarfirði, Magnússonar.
Sonur þeirra: Síra Gísli að Hrepphólum. Kristín ekkja hans átti síðar síra Hallgrím Jónsson á Rafnseyri (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Gísli skáld Andrésson á Saurum í Dýrafirði og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir prests í Skarðsþingum, Einarssonar.
Hann mun borinn að Dynjandi í Grunnavík, því að þar bjuggu foreldrar hans 1703. Stúdent úr Skálholtsskóla 1712. Var í þjónustu Jóns byskups Vídalíns, til þess er hann fekk Dýrafjarðarþing og var vígður þangað 28. júlí 1715. Samdi síra Andrés þá svo við uppgjafaprestinn, síra Bjarna Brynjólfsson, eftir kröfu hans, að hann mætti gegna embætti í einni sókninni (Mýrasýslu), meðan um semdi. En er byskup komst að þessu, líkaði honum illa, og bannaði hann síra Bjarna öll prestsverk í Mýrasókn, nema með leyfi síra Andrésar, og mun síra Bjarni hafa hlýtt því. Þá var Snæbjörn Pálsson (Mála-Snæbjörn) eigandi Mýrakirkju og bjó á Mýrum. Hann amaðist við síra Andrési og þóktist hafa vald til þess, vegna eignarréttar síns, að kveðja til annan prest. En byskup lagði bann fyrir það í bréfi 31. júlí 1716. Hélzt svo, meðan byskup lifði, og bjó síra Andrés að Gerðhömrum, en síðar að Núpi. Eftir lát byskups þóktist Andrés ekki mega haldast kyrr, vegna áreitni Snæbjarnar, enda voru málasóknir með þeim á báða bóga, 1718 og 1721, þótt sættir kæmust á.
Fekk hann þá veiting fyrir Otradal 12. sept. 1721 og fluttist þangað vorið eftir. Þar var hann síðan til dauðadags.
Kona (1722): Kristín Torfadóttir lögréttumanns á Kúlu í Arnarfirði, Magnússonar.
Sonur þeirra: Síra Gísli að Hrepphólum. Kristín ekkja hans átti síðar síra Hallgrím Jónsson á Rafnseyri (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.