Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Loptsson
(14. og 15. öld)
Prestur á Grund í Eyjafirði og víðar, officialis. Faðir: Loptur Þórðarson á Svalbarði (Björnssonar riddara, Loptssonar riddara á Grund, Hálfdanarsonar, sjá SD. í Blöndu VI). Hann var í röð höfðingja, komst snemma til valda, var ráðsmaður að Hólum 1381 og prófastur í Vaðlaþingi, fór til Róms 1389. Um tíma hafði hann prófastsdæmi frá Botnsá og vestur eftir og bjó í Heynesi.
Sálugjafarbréf hans er dagsett 8. dec. 1403 á Möðruvöllum í Hörgárdal, stórauðugur. Dætur hans með Gyðu Salómonsdóttur: Ingiríður, Helga, Sesselja.
Gyða sú, er fylgdi honum, átti síðar Árna dalskegg Einarsson (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; Isl. Ann.; Tímar. bmf. IV lagfærist).
Prestur á Grund í Eyjafirði og víðar, officialis. Faðir: Loptur Þórðarson á Svalbarði (Björnssonar riddara, Loptssonar riddara á Grund, Hálfdanarsonar, sjá SD. í Blöndu VI). Hann var í röð höfðingja, komst snemma til valda, var ráðsmaður að Hólum 1381 og prófastur í Vaðlaþingi, fór til Róms 1389. Um tíma hafði hann prófastsdæmi frá Botnsá og vestur eftir og bjó í Heynesi.
Sálugjafarbréf hans er dagsett 8. dec. 1403 á Möðruvöllum í Hörgárdal, stórauðugur. Dætur hans með Gyðu Salómonsdóttur: Ingiríður, Helga, Sesselja.
Gyða sú, er fylgdi honum, átti síðar Árna dalskegg Einarsson (Dipl. Isl.; Ob. Isl.; Isl. Ann.; Tímar. bmf. IV lagfærist).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.