Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Kröyer

(18. apr. 1808–26. febr. 1873)

Amtskrifari.

Foreldrar: Jóhann Kaspar Kröyer, hreppstjóri og verzlunarmaður í Höfn í Siglufirði, og kona hans Rakel Halldórsdóttir að Skógum í Reykjahverfi, Vigfússonar. Lærði fyrst skólagreinir hjá síra Einari Thorlacius í Saurbæ í Eyjafirði, tekinn í efra bekk Bessastaðaskóla 1827, stúdent 9. júní 1830, með góðum vitnisburði, talinn þar málstirður., Þókti þá þegar nokkuð undarlegur, varð síðan skrifari Bjarna amtmanns Thorarensens og fluttist með honum norður að Möðruvöllum, var af honum settur sýslumaður í Þingeyjarsýslu frá því í febr. 1834 fram á sumar 1835. Fór utan 1836, lauk í dec. s.á. aðgönguprófi í háskólann í Kh. og ári síðar síðara lærdómsprófi, báðum með 2. einkunn.

Hugði að lesa lög, en lítt varð af því, og var hann þar þó lengi, kom aftur 1845, geðbilaður og lamaður á líkama. Var fyrst í Rv., en var 1847 fluttur norður til ættingja sinna, taldist oftast til heimilis hjá bróður sínum, síra Jörgen Kröyer. Eru um hann ýmsar sagnir. Í handriti í Lbs. er eftir hann „Fáein orð um samninga“ (Bessastsk.; BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.