Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Ketilsson

(– – 1644)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ketill Ólafsson á Kálfafellsstað og kona hans Anna Einarsdóttir prests og skálds í Heydölum.

Var ekki skólagenginn, en stundaði nám hjá Gísla byskupi Oddssyni og var fær um að lesa þýzkar bækur. Hann vígðist 2. (– – dec. 1632 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 1634 og hélt til æviloka.

Kona (kaupmálabréf 5. júlí 1634): Guðrún eldri Ormsdóttir sýslum. í Eyjum, Vigfússonar.

Börn þeirra: Síra Ketill að Ásum, Árni, Gísli í Eyjum í Kjós (bl.), Sigurður (bl.), Ragnheiður, Hólmfríður átti 1676 barn með Þorleifi Gíslasyni á Hlíðarenda, Magnússonar, giftist síðan í Vestfjörðum Þorsteini. Jónssyni, Ólöf átti Guðna lögréttumann Magnússon á Leirubakka, Rannveig átti Árna Þorsteinsson sýslumanns í Þykkvabæ, Magnússonar (HÞ.; SGrBf.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.