Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson yngri

(um 1641–13. apríl 1726)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón yngri Böðvarsson í Reykholti og kona hans Sesselja Torfadóttir prests á Gilsbakka, Þorsteinssonar.

Lærði í Skálholtsskóla og varð stúdent þaðan, var síðan í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar um hríð, fór utan 1668, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. sept. s. á., varð attestatus í guðfræði, kom til landsins 1670, átti þá kost á að verða prestur á Melum, en þá það ekki. Var heyrari í Skálholti 1670–2, ráðsmaður þar 1672–8, vígðist 21. júlí 1678 aðstoðarprestur síra Sigurðar Gíslasonar á Stað í Grunnavík og fekk prestakallið við uppgjöf hans (og verður ekki séð, hvenær það hefir verið), en hafði aldrei veitingarbréf fyrir því, og mun mega telja, að hann hafi haldið það til 1713 (þótt síra Ólafur Jónsson hefði hálfan staðinn 1703–"7), var 1691 kosinn prófastur í Ísafjarðarsýslu, en skoraðist undan því starfi, nema hann fengi Vatnsfjörð, sem þá var laus, og varð ekki af. Hann hefir samið á latínu og íslenzku skýringar á Aldarhætti síra Hallgríms Péturssonar (handrit í Lbs.), þýtt „Krossþernur kristinna“ (Pedisequae crucis Christianorum “) eftir Joh. Arndt (hdr. í Lbs.), þýtt sálminn: „Te, Christe, laudo carmine“ (Þér, Christe, syng eg þakkarvers).

Kona: Elín Jónsdóttir sýslumanns að Miðhúsum á Reykjanesi, Magnússonar; þau bl. (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.