Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson eldri

(1626–15. maí 1704)

Prestur. Foreldrar; Síra Jón yngri Böðvarsson í Reykholti og kona hans Sesselja Torfadóttir prests á Gilsbakka, Þorsteinssonar.

Lærði í Skálholtsskóla og varð stúdent þaðan 1648, fór utan s.á., skráður í stúdentatölu í ir háskólanum í Kh. 23. dec. s. á., varð attestatus í guðfræði, kom til landsins 1651 og varð s. á. heyrari í Skálholtsskóla, en kirkjuprestur í Skálholti 1654 (mun hafa vígzt 12. nóv. 1654), fekk Reykholt 1657, tók að fullu við staðnum 29. apríl 1658, og hélt til æviloka, varð prófastur í Þverárþingi sunnan Hvítár 24. okt. 1663, og hélt því starfi til dauðadags. Hann var merkisklerkur, þótt ekki virðist hann hafa verið mikill skörungur, hirðumaður um embættisverk (til eru eftir hann í Þjóðskjalasafni bæði prestsþjónustubók og prófastsbók) og hefir látið „sér annt um skjöl og skjalabækur (sjá uppskriftir hans í AM.), þótt ekki væri hann eiginlegur fræðimaður, valinn í endurskoðun kirkjulaganna 1689; vinsæll maður var hann og vel metinn.

Kona (1664): Hólmfríður (f. 30. nóv. 1641, d. 6. okt. 1731) Hannesdóttir Skálholtsráðsmanns, Helgasonar (fekk síra Halldór síra Torfa Jónsson í Gaulverjabæ til að biðja hennar handa sér, og hafði mörgum biðlum áður verið frá vísað), og var hún nefnd prófastamóðir.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón eldri í Hítardal, Sesselja átti síra Helga Jónsson að Staðarhrauni, síra Hannes í Reykholti, síra Torfi á Reynivöllum, síra Jón yngri á Þingvöllum, Sesselja (önnur) átti síra Björn Þórðarson á Melum, Katrín d. 1707 óg. og bl., Guðrún d. einnig 1707 óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.