Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson

(– – 1670)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Halldórsson í Kaupangi og kona hans Sigríður Jónsdóttir, Ásgrímssonar. Hann var í móðurætt að 2. og 3. í frændsemi við Odd byskup Einarsson, og mun því hafa komizt á Suðurland og lært í Skálholtsskóla og mun vera sá hinn sami, sem er í yfirreið með Oddi byskupi 1607, vottur í Skálholti 12. dec. 1611 og orðinn prestur í Árnesþingi (aðstoðarprestur?) 1612, greiðir þá sekt fyrir einfalt legorðsbrot (sakeyrisreikningar Árnesþings 1612–13), varð prestur að Skarði á Skarðsströnd um 1617 og hefir verið það nokkur ár, varð 1622 í annað sinn að greiða sekt fyrir einfalt legorðsbrot (sakeyrisreikningar Dalasýslu), en er um 1627 a. m. k. kominn í Mýrasýslu (lukti þá sekt fyrir áflog (sakeyrisreikningar Mýrasýslu 1627–S8), hefir um það bil eða litlu fyrr verið orðinn prestur í Borgarþingum, en þar getur hans í skjölum 1634. Hann bjó á Ferjubakka, lét af prestskap 1660, fluttist þá að Ölvaldsstöðum og hafði tillag frá nokkurum helztu prestsetrum, vestra. Hann mun sá (en ekki nafni hans að Staðarhrauni), sem bar galdur á Gísla Sigurðsson á Beigalda (Alþb. 1656).

Kona 1: Guðrún Guðmundsdóttir prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar. Dætur þeirra: Sigríður, Þóra d. óg. og bl., Halldóra 3. kona Gísla Ólafssonar í Bæ í Miðdölum.

Kona 2: Kristín Marteinsdóttir á Álptanesi, Halldórssonar (HÞ. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.