Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson

(– enn á lífi 1685)

Prestur.

Foreldrar: Jón Eiríksson að Langárfossi og kona hans Guðrún Halldórsdóttir á Álptanesi, Marteinssonar. Hann varð aðstoðarprestur síra Jóns gamla Jónssonar að Staðarhrauni, mun hafa vígzt 1637, fekk prestakallið eftir hann (um 1640). lét af prestskap 1667 (vegna sjóndepru) og fluttist þá að eignarjörðu sinni Miðhúsum á Mýrum, en fekk ekki tillag frá helztu prestsetrum vestra fyrr en 1672. Hann var vandaður maður og glaðlyndur, en ölkær nokkuð og þá gázkafullur og gárungalegur.

Hann var kallaður „durtur“.

Hann var hagmæltur, og eru varðveittar eftir hann í handritum (í Lbs.) gamansamlegar stökur um síra Björn Snæbjarnarson á Staðastað.

Kona: Guðrún Tyrfingsdóttir í Hjörsey, Ásgeirssonar.

Börn þeirra: Helga átti Böðvar Jónsson í Skáney, Steinþór að Miðhúsum á Mýrum, Sigríður, Randalín átti Högna Halldórsson í Straumfirði; sumir telja og dóttur þeirra Þórdísi, er átti Bjarna Bjarnason (bl.). Svo er að sjá sem síra Halldór hafi haft hug á því að ganga aftur í hjónaband um 1680, en Þórður byskup Þorláksson hafi látið aftra því, sjá bréf hans (í bréfabók hans) 16. nóv. 1680 (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.