Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson

(8. maí 1775–16. júní 1858)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Jónsson, síðast í Holti undir Eyjafjöllum, og kona hans Helga Steingrímsdóttir að Þverá, Jónssonar. F. á Mýrum í Álptaveri. Lærði fyrst hjá föður sínum, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1793, stúdent 31. maí 1796, með góðum vitnisburði, var síðan hjá foreldrum sínum, en er Stóri Dalur var lagður undir Holts-Þrestakall, vígðist hann 25. maí 1806 aðstoðarprestur föður síns, þjónaði Stóra Dal; var þó í Holti, nema árin 1809–12, er hann bjó í Miðmörk. Gegndi hann prestakallinu eftir lát föður síns, til 1814, og varð 13. sept. 1813 prestur í Stóra Dal, er það prestakall var aftur greint frá Holtsprestakalli, og bjó í Neðra Dal, fekk Mosfell í Grímsnesi 27. dec. 1817, fluttist þangað vorið 1818 og hélt til dauðadags. Hann var búmaður góður, vel gefinn, hófsmaður mikill og ráðsvinnur, en ekki er látið mikið af kennimannshæfileikum hans.

Kona 1 (1809): Ástríður (f. 19. ágúst 1770, d. 3. júlí 1834) Lýðsdóttir sýslumanns Guðmundssonar, ekkja síra Ásgríms Pálssonar í Miðmörk.

Kona 2 (1834): Anna (f. 7. dec. 1791, d. 20. febr. 1866) Jónsdóttir að Bíldsfelli, Sigurðssonar, ekkja síra Jóns Jónssonar að Klausturhólum. Bl. með báðum konum sínum (Vitæ ord. 1806; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.