Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson

(27. sept. 1873–31. janúar 1948)

. Hreppstjóri o. fl. Foreldrar: Jón (d. 26. nóv. 1888, 56 ára) Jónsson á Hlaðhamri í Hrútafirði og kona hans Sigríður (d. 22. mars 1896, 56 ára) Pétursdóttir í Bæ í Hrútafirði, Jónssonar (prófasts í Steinnesi, Péturssonar).

Nam búfræði í Ólafsdal. Bjó fyrst á Borðeyri og í Kjörseyrarkvíslum, en á Kjörseyri í Hrútafirði frá 1916 til æviloka.

Bætti jörð sína mjög að ræktun og húsum. Vel að sér, hagsýnn og fóru öll störf farsællega úr hendi. Oddviti hreppsnefndar í rúm 30 ár, hreppstjóri í 15 ár, í héraðsnefnd kreppulánasjóðs, trúnaðarmaður Búnaðarfél. Íslands, í stjórn kaupfélags Hrútfirðinga um skeið og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Kona (13. maí 1905): Jófríður Gróa (d. 27. febr. 1915, 36 ára) Brandsdóttir prests á Ásum, Tómassonar. Börn þeirra, sem upp komust: Georg Jón búfr. (d. 1938), ókv., Pétur á Kjörseyri, Sigríður sst. (kirkjubækur:0.11:); Halldór (Georg) Stefánsson (3. júlí 1884 – 21. febr. 1948).

Læknir. Foreldrar: Stefán (d. 6. nóv. 1930, 79 ára) Jónasson í Litlu-Hlíð í Víðidal og síðar á Akureyri og kona hans Margrét Ingibjörg (d. 23. jan. 1927, 76 ára) Eggertsdóttir á Fossi í Vesturhópi, Halldórssonar. Stúdent í Reykjavík 1902 með 1. einkunn (84 st.). Lauk prófi í læknisfræði í Rv. 31. jan. 1907 með 2. eink, betri (1501 st.).

Var á spítölum í Kh. 1907.

Starfandi læknir á Ísafirði sept. 1907–08; settur héraðslæknir í Höfðahverfishéraði frá 1. sept. 1908. Veitt Flateyrarhérað 27. apr. 1910, frá 1. júlí s. á. Leystur frá embætti um stundarsakir 27. júlí 1923; veitt lausn 31. ágúst s. á. Síðan starfandi læknir á Ísafirði og frá vori 1928 í Reykjavík. Ritstörf: Greinar í Læknabl. 1915, 1918 og 1922.

Kona (28. okt. 1909): Unnur (f. 20. ág. 1885) Skúladóttir ritstj. og alþm., Jónssonar Thoroddsens. Börn þeirra: Anna Margrét átti fyrr Jens Figved framkv.stjóra, þau skildu, svo Viðar Thorsteinsson, Skúli Kristján píanóleikari (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.