Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson

(25. „febr. 1810–17. júlí 1881)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Pétursson, síðast í Steinnesi, og kona hans Elísabet Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. F. að Ytra Hóli á Skagaströnd. Lærði hjá síra Gunnlaugi Oddssyni, stúdent frá honum úr heimaskóla 21. apríl 1831, skrifari hjá Ólafi sýslumanni Finsen 1831–4, síðan hjá Krieger stiftamtmanni 1 ár (hefir Krieger haft miklar mætur á honum, því að síðar í arfleiðsluskrá sinni gaf hann honum 450 rd.), Fór utan 1835, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. í okt. s.á., með 1. einkunn, tók 2. lærdómspróf 1836, með 1. einkunn, lauk prófi guðfræðinga í hebresku 23. apríl 1838 (einkunn: Admissus cum laude), en embættisprófi í guðfræði 2. maí 1840, með 1. einkunn. Fekk Glaumbæ 16. nóv. s.á., vígðist 6. júní 1841, varð prófastur í Hegranesþingi 18. okt. s. á., fekk Hof í Vopnafirði 5. maí 1849 og hélt til æviloka, var settur prófastur í Norður-Múlasýslu 21. júní 1853 (skipaður 11. maí 1854), sagði því starfi lausu 1879. Hann var einn þeirra, er Jón Sigurðsson benti á í yfirkennaraembætti í latínuskólanum eftir uppþotið þar (1850), og buðu stiftsyfirvöldin honum það embætti 11. nóv. 1850, en hann vildi ekki þiggja (sem ýmsir aðrir). Var 10. apr. 1844 kvaddur til að vera konungkjörinn varaþingmaður og settist á alþingi 1845 (með því að þá andaðist aðalmaðurinn, Steingrímur byskup Jónsson), átti sæti á alþingi 1847 og 1849, einnig konungkjörinn á þjóðfundinum 1851, en gekk þá í aðalmálinu úr flokki hinna konungkjörnu þingmanna, sem frægt var, og var ekki konungkjörinn eftir það, kosinn þingmaður Norðmýlinga 1858, sat á öllum þingum 1859–69, nema 1867, og var forseti alþingis 1863. Hann varð r. af dbr. 29. júní 1866, dbrm. 24. maí 1877, heiðursfélagi h. ísl. bmf. 12. jan. 1881.

Kona 1 (6. júní 1841): Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður (f. 9. maí 1824, d. 12. sept. 1856) Gunnlaugsdóttir prests, Oddssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Þórunn Elísabet átti Jörgen Pétur Gudjohnsen verzlunarstjóra á Vopnafirði, síra Gunnlaugur Jón Ólafur á Breiðabólstað í Vesturhópi, síra Jón Gunnlaugur í Sauðanesi, síra Lárus Halldór síðast fríkirkjuprestur í Rv., síra Þorsteinn Jósep að Þinghól í Mjóafirði, Ólafur Þorsteinn skrifstofustjóri í h. ísl. stjórnardeild í Kh., Gunnþórunn Ingibjörg Ragnheiður átti frænda sinn Ólaf Gunnlaugsson Oddsen í Saurbæ á Langanesströndum.

Kona 2 (23. ág. 1859): Valgerður (f. 16. mars 1833, d. 25. júlí 1894) Ólafsdóttir yfirdómara Finsens, og er ekkert af þeim komið (Vitæ ord. 1841; Andvari XII.; HÞ. Guðfr.; Alþingismannatal; PEÓl.: Jón Sigurðsson; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.