Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson

(12. nóv. 1857–26. dec. 1914)

Bankaféhirðir.

Foreldrar: Jón hreppstjóri Halldórsson á Bjarnastöðum í Bárðardal og kona hans Hólmfríður Hansdóttir á Neslöndum, Þorsteinssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, stúdent 1881, með 1. einkunn (88 st.), próf úr prestaskóla 1883, með 2. einkunn betri (41 st.).

Varð féhirðir landsbankans 27. nóv. 1885. Leystur frá því starfi 1912. Var lengi bæjarfulltrúi í Rv., gegndi og trúnaðarstörfum meðal goodtemplara. R. af dbr. 9. ág. 1907. Ritstörf: Nokkurar athugasemdir við „Hagskýrslur frá Íslendingabyggðum í Canada“, Rv. 1893; Um lánsstofnun, Rv. 1898 (sérpr. úr Andvara); Kom þú í bindindi, Rv. 1906; Aðflutningsbann áfengis, Rv. 1908; Magnús dýralæknir og flugrit hans, Rv. 1909.

Sá með öðrum um: Söngbók templara, Rv. 1909. Auk þessa eru blaðagreinir.

Kona (16. júlí 1886): Kristjana Pétursdóttir organleikara, Guðjónssonar.

Börn þeirra: Pétur bóksali og borgarstjóri í Rv., Jón skrifstofustjóri landsbankans, Hólmfríður átti síra Jósep Jónsson að Setbergi, Gunnar stúdent og kaupmaður í Rv., Halldór bankaútibússtjóri á Ísafirði (Óðinn VII; Bjarmi, 9. árg.; Útfm., Rv. 1915; BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.