Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Jónsson

(12. apríl 1857 – 3. febr. 1941)

. Bóndi.

Foreldrar: Jón (d. 2. mars 1910, 81 árs) Halldórsson á Laugabóli í Ísafirði og kona hans Guðrún (d. 23. dec. 1917, 92 ára) Þórðardóttir á Laugabóli, Magnússonar. Nam búfræði á Stend í Noregi 1875–TT; hlýddi og á fyrirlestra í búnaðarháskólanum í Kh. 1880–81. Leiðbeindi nokkuð í jarðabótastörfum í Ísafjarðarsýslu 1882 að tilhlutun sýslunefndar. Kom upp, með aðstoð nokkurra sýslubúa, tóvinnuvélum skammt frá heimili sínu og rak þær í nokkur ár, Bóndi á Rauðamýri á Langadalsströnd frá 1882 til æviloka. Var oddviti og sýslunefndarmaður mikið á fjórða tug ára; sinnti og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum og félagsmálum. Var ótrauður forgöngumaður ýmissa framfaramála í sveit og héraði og umbótamaður í búskap, en ekki að sama skapi hagsýnn búhöldur. Kona (8. okt. 1882): Ingibjörg (d. 31. okt. 1902, 47 ára) Jónsdóttir í Barmi á Skarðsströnd, Bjarnasonar (og Hólmfríðar Vigfúsdóttur, systur dr. Guðbrands í Oxford). Börn þeirra, sem upp komust: Jón Fjalldal hreppstjóri á Melgraseyri, Þórður oddviti á Laugalandi, Hólmfríður átti Baldur Eyjólfsson frá Múla í Gilsfirði. Dætur Halldórs áður en hann kvæntist (með Margréti Kristjánsdóttur): Kristín átti Leó kaupmann Eyjólfsson á Ísafirði, Guðrún átti Ásgeir útgerðarmann Pétursson á Akureyri (Óðinn XXIII; Kr.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.