Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Jónsson
(10. mars 1857–27. jan. 1926)
Umboðsmaður í Vík í Mýrdal.
Foreldrar: Jón umboðsmaður Jónsson í Vík og kona hans Guðlaug Halldórsdóttir á Vífilsstöðum, Þorsteinssonar. Var maður mikils metinn og traustur. Var umboðsmaður þjóðjarða í Skaftafellsþingi 1894 og síðan. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan héraðs. Fekk verðlaun úr sjóði Kr. níunda. Búmaður ágætur.
Rak hin síðari ár verzlun mikla í Vík.
Kona (13. okt. 1880): Matthildur (d. 1905) Ólafsdóttir alþm. að Höfðabrekku, Pálssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón kaupmaður í Vík, Ólafur kaupm. sst., Guðlaug d. óg. (Útfm., Rv. 1926; VerzI.tíð., 9. árg.; BB. Sýsl.; Óðinn 11).
Umboðsmaður í Vík í Mýrdal.
Foreldrar: Jón umboðsmaður Jónsson í Vík og kona hans Guðlaug Halldórsdóttir á Vífilsstöðum, Þorsteinssonar. Var maður mikils metinn og traustur. Var umboðsmaður þjóðjarða í Skaftafellsþingi 1894 og síðan. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum innan héraðs. Fekk verðlaun úr sjóði Kr. níunda. Búmaður ágætur.
Rak hin síðari ár verzlun mikla í Vík.
Kona (13. okt. 1880): Matthildur (d. 1905) Ólafsdóttir alþm. að Höfðabrekku, Pálssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón kaupmaður í Vík, Ólafur kaupm. sst., Guðlaug d. óg. (Útfm., Rv. 1926; VerzI.tíð., 9. árg.; BB. Sýsl.; Óðinn 11).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.