Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Jakobsson
(2. júlí 1735–9. sept. 1810)
Sýslumaður.
Foreldrar: Jakob Eiríksson að Búðum og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests á Staðastað, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 21. maí 1753, fór s.á. utan, skráður í stúdentatölu í háskólanura í Kh. 18. dec. s.á., lauk embættisprófi í lögfræði 16. jan. 1756, með 1. einkunn, var sama vor rækur frá háskólanum (ásamt Þorsteini Nikulássyni) í 2 ár, vegna misþyrmingar á józkum stúdent í ölæði. Fekk Vestmannaeyjasýslu 5. apríl 1757 (tók aldrei við henni), en var settur sýslumaður í Strandasýslu 1757 og fekk hana að veitingu 1. maí 17 1758, bjó þar fyrst í Broddanesi, síðan að Felli í Kollafirði.
Honum var vikið frá embætti 22. júlí 1788, dæmdur frá því 22. júlí 1790, og kom til af ólöglegri „meðferð skipstrands; hafði hann og löngum átt brösótt þar í sýslu og verið vikið frá af amtmanni 1764–5 (sökum gæzluleysis á Fjalla-Eyvindi o.fl.), en stundum hlaut hann sektir fyrir embættisrekstur sinn eða ummæli um aðra.
Hafðist við í Bæ í Hrútafirði frá 1798 (enn 1802), en var síðast í Víðidalstungu og andaðist þar. Hann var hár maður vexti og karlmannlegur, sem þeir Búðamenn, frændur hans, en talinn ekki góðmannlegur, enda maður mjög ofsafenginn og drykkfelldur. Hann var fróður um margt og ekki illa að sér, þegar gætti þess. Ritstörf: „Fuldstændige Efterretninger om de udi Island ildsprudende Bjerge“, pr. í Kh. 1757 (ísl. þýðing sjálfs hans er í ÍB. 89, 4to.); „Chronologiæ tentamen“, pr. í Hrappsey 1781; Ármannssaga, pr. í Hrappsey 1782 (síðar á Ak. 1858); „Athugavert við útleggingar“, pr. í Leirárg. 1803, Sagan af Göngu-Hrólfi, sem inntók Normandíið, pr. í Leirárg. 1804 (síðar í Rv. 1884); útfm. Bjarna sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum („Að forlagi“), pr. í Kh. 1797; sá um pr. á Háttalykli Lopts Guttormssonar, Kh. 1793. Í handritum: Persakonunga kronika (ÍB. 463, 4to.); ritgerð um fiskveiðar í Lbs. 519, 4to.; ritgerð um verzlun (sst.); Hertaka Mexikó (Lbs. 955, 4to.); Starkaðar saga gamla (sst.); Ágrip af ævisögum keisara o. s. frv. (JS. 622, 4to.).
Kona (1760): Ástríður Bjarnadóttir sýslumanns á Þingeyrum, Halldórssonar. Hún hafði áður átt launbarn með Erlendi stúdent (síðar lögfræðingi) Sigurðssyni.
Var hjónaband þeirra Halldórs mjög stirt, og fór hún alfari frá honum 1796. Dóttir þeirra: Guðrún átti síra Einar Thorlacius á Grenjaðarstöðum; önduðust þau skömmu eftir hjónabandið og áttu ekki börn (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; HÞ.; Þáttur Halldórs sýslumanns og Strandamanna eftir Gísla Konráðsson í Lbs.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Jakob Eiríksson að Búðum og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests á Staðastað, Jónssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 21. maí 1753, fór s.á. utan, skráður í stúdentatölu í háskólanura í Kh. 18. dec. s.á., lauk embættisprófi í lögfræði 16. jan. 1756, með 1. einkunn, var sama vor rækur frá háskólanum (ásamt Þorsteini Nikulássyni) í 2 ár, vegna misþyrmingar á józkum stúdent í ölæði. Fekk Vestmannaeyjasýslu 5. apríl 1757 (tók aldrei við henni), en var settur sýslumaður í Strandasýslu 1757 og fekk hana að veitingu 1. maí 17 1758, bjó þar fyrst í Broddanesi, síðan að Felli í Kollafirði.
Honum var vikið frá embætti 22. júlí 1788, dæmdur frá því 22. júlí 1790, og kom til af ólöglegri „meðferð skipstrands; hafði hann og löngum átt brösótt þar í sýslu og verið vikið frá af amtmanni 1764–5 (sökum gæzluleysis á Fjalla-Eyvindi o.fl.), en stundum hlaut hann sektir fyrir embættisrekstur sinn eða ummæli um aðra.
Hafðist við í Bæ í Hrútafirði frá 1798 (enn 1802), en var síðast í Víðidalstungu og andaðist þar. Hann var hár maður vexti og karlmannlegur, sem þeir Búðamenn, frændur hans, en talinn ekki góðmannlegur, enda maður mjög ofsafenginn og drykkfelldur. Hann var fróður um margt og ekki illa að sér, þegar gætti þess. Ritstörf: „Fuldstændige Efterretninger om de udi Island ildsprudende Bjerge“, pr. í Kh. 1757 (ísl. þýðing sjálfs hans er í ÍB. 89, 4to.); „Chronologiæ tentamen“, pr. í Hrappsey 1781; Ármannssaga, pr. í Hrappsey 1782 (síðar á Ak. 1858); „Athugavert við útleggingar“, pr. í Leirárg. 1803, Sagan af Göngu-Hrólfi, sem inntók Normandíið, pr. í Leirárg. 1804 (síðar í Rv. 1884); útfm. Bjarna sýslumanns Halldórssonar á Þingeyrum („Að forlagi“), pr. í Kh. 1797; sá um pr. á Háttalykli Lopts Guttormssonar, Kh. 1793. Í handritum: Persakonunga kronika (ÍB. 463, 4to.); ritgerð um fiskveiðar í Lbs. 519, 4to.; ritgerð um verzlun (sst.); Hertaka Mexikó (Lbs. 955, 4to.); Starkaðar saga gamla (sst.); Ágrip af ævisögum keisara o. s. frv. (JS. 622, 4to.).
Kona (1760): Ástríður Bjarnadóttir sýslumanns á Þingeyrum, Halldórssonar. Hún hafði áður átt launbarn með Erlendi stúdent (síðar lögfræðingi) Sigurðssyni.
Var hjónaband þeirra Halldórs mjög stirt, og fór hún alfari frá honum 1796. Dóttir þeirra: Guðrún átti síra Einar Thorlacius á Grenjaðarstöðum; önduðust þau skömmu eftir hjónabandið og áttu ekki börn (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; HÞ.; Þáttur Halldórs sýslumanns og Strandamanna eftir Gísla Konráðsson í Lbs.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.