Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Högnason

(1723–8. jan. 1761)

Prestur.

Foreldrar: Síra Högni Sigurðsson, síðast á Breiðabólstað í Fljótshlíð, og kona hans Guðríður Pálsdóttir, Ámundasonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent 1746, fekk Meðallandsþing 2. nóv. 1748, vígðist 10. s.m., bjó frá 1751 í Hólmaseli, og var þar til æviloka, féll á svelli og andaðist af afleiðingum þess.

Kona: Guðríður (d. í Botnum í Meðallandi 1774) Vigfúsdóttir lögréttumanns í Skál, Ketilssonar.

Börn þeirra: Ketill í Króki í Holtum, Guðríður, Vigfús d. í bólu (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.