Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Gíslason

(23. maí 1718–14. júní 1772)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Gíslason á Desjarmýri og kona hans Ragnheiður Árnadóttir prests í Heydölum, Álfssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1735, stúdent 29. apríl 1737, fekk s.d. predikunarleyfi, vígðist 1744 (líkl. 30. ágúst) aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið við uppgjöf hans 1760 og hélt til æviloka, hrapaði til bana í Njarðvíkurskriðum. Hann var kraftamaður mikill, sem þeir frændur, vel gefinn og vinsæll með sóknarmönnum sínum. Eftir hann er í handritum stuttur annáll (Lbs.).

Kona: Sigríður (d. 3. nóv. 1811, 94 ára) Árnadóttir hins ríka á Arnheiðarstöðum, Þórðarsonar.

Börn þeirra, er upp komust: Gísli í Njarðvík, Margrét átti Evert Wium, Ragnheiður d. óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.). 3 Halldór Guðmundsson (17. öld). Lögsagnari í Mávahlíð.

Foreldrar: Guðmundur í Norðtungu Guðmundsson, Hallssonar, og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests í Stafholti, Egilssonar. Gildur bóndi og lögréttumaður. Var lögsagnari hinna dönsku sýslumanna í Snæfellsnessýslu (Gregers Bangs og Matthíasar Guðmundssonar), a.m.k. eigi síðar en 1654 og eftir það.

Kona: Guðrún Steindórsdóttir sýslumanns að Ingjaldshóli, Finnssonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður í Nesþingum, Einarí Ólafsvík, Guðmundur á Þórdísarstöðum, Guðrún átti fyrr Einar Þóroddsson á Hofstöðum í Hálsasveit, síðar Þórð Daðason frá Stóru Völlum, Jónssonar (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.