Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Gíslason

(16. öld)

.

Prestur í Vallanesi (líklega aðstoðarprestur síra Jóns Marteinssonar) 1522–31 (Dipl. Ísl. 335 SD): Halldór Halldórsson (27. nóv. 1900 – 5. dec. 1949). Bankastjóri. Foreldrar: Halldór (d. 26. dec. 1914, 57 ára) Jónsson bankagjaldkeri og kona hans Kristjana (d. 11. febr. 1939, 83 ára) Pétursdóttir organleikara Gudjohnsen. Stúdent í Reykjavík 1920 með einkunn 5,15 (67 st.). Lauk prófi í Niels Brocks Handelshöjskole í Kh. 1921.

Starfsmaður í Íslandsbanka og Útvegsbanka Íslands 1923–33.

Bankastjóri við útbú Útvegsbankans á Ísafirði frá 8. febr. 1933 til æviloka. Átti um skeið sæti í bæjarstjórn Ísafjarðar.

Kona (15. dec. 1934): Liv Ingibjörg (f. 5. jan. 1910), dóttir Othar Ellingsens kaupmanns í Reykjavík. Börn þeirra: Bergljót María, Óttar Pétur, Inga Kristjana, Unnur Rannveig, Hildur Björg (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.