Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Halldór Guðmundsson
(3. febr. 1826–13. febr. 1904)
Adjunkt.
Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Brennisstöðum og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Tekinn í Bessastaðaskóla 1845, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1851, með 2. einkunn (67 st.). Lauk aðgönguprófi og 2. lærdómsprófi í háskólanum í Kh. 1851–, báðum með 2. einkunn. Stundaði verkfræðinám í Kh. 1852–6, settur adjunkt í Reykjavíkurskóla 2. dec. 1862, skipaður 24. maí 1870. Fekk lausn 1885.
Hefir samið: Um stærð Íslands (í Skýrslum um landshagi, Kh. 1856), og þýtt: Nákvæm lýsing á peningum o.s.frv., Rv. 1850. Hann var nefndur „stubbur“ (var lágur vexti).
Kona (1861): Stefanía (f. 1827, d. 1862) Pálsdóttir amtmanns Melsteðs; þau bl. Launsonur hans: Tómas skósmiður (Minnr. Rvsk.; Skýrslur; sjá og Benedikt Gröndal: Dægradvöl).
Adjunkt.
Foreldrar: Guðmundur Jónsson á Brennisstöðum og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Tekinn í Bessastaðaskóla 1845, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1851, með 2. einkunn (67 st.). Lauk aðgönguprófi og 2. lærdómsprófi í háskólanum í Kh. 1851–, báðum með 2. einkunn. Stundaði verkfræðinám í Kh. 1852–6, settur adjunkt í Reykjavíkurskóla 2. dec. 1862, skipaður 24. maí 1870. Fekk lausn 1885.
Hefir samið: Um stærð Íslands (í Skýrslum um landshagi, Kh. 1856), og þýtt: Nákvæm lýsing á peningum o.s.frv., Rv. 1850. Hann var nefndur „stubbur“ (var lágur vexti).
Kona (1861): Stefanía (f. 1827, d. 1862) Pálsdóttir amtmanns Melsteðs; þau bl. Launsonur hans: Tómas skósmiður (Minnr. Rvsk.; Skýrslur; sjá og Benedikt Gröndal: Dægradvöl).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.