Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Guðmundsson

(14. nóv. 1874–15. mars 1924)

Rafmagnsfr.

Foreldrar: Guðmundur Ólafsson að Eyjarhólum í Mýrdal og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir garðyrkjumanns, Þorsteinssonar. Nam fyrst járnsmíðar í Rv., en vélfræði í Kh. og lauk þar prófi 29. ágúst 1901. Fór þá til Berlínar í rafmagnsskóla og tók þaðan próf 1904. Vann síðan víða um land að stofnun rafstöðva og setti upp raftækjaverzlun í Rv. Vel metinn maður og traustur.

Kona (1905): Guðfinna Gísladóttir verzlunarstjóra í Vestmannaeyjum, Engilbertssonar.

Börn þeirra: Gísli verkfræðingur, Hildigunnur átti Ólaf símamann Þórðarson (Óðinn XX; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.