Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Gunnlaugsson (Gunnlögsson)

(9. apríl 1886–27. okt. 1918)

Stórkaupmaður.

Foreldrar: Jakob stórkaupm. Gunnlaugsson og kona hans (dönsk).

Lauk prófi í veræzlunarskóla í Kh., var síðan við verzlunarstörf hérlendis (1 ár) og í Berlín og Manchester, eftir það fulltrúi föður síns og tók að öllu við verzlun hans um nýár 1917.

Talinn efnilegur maður, vel að sér, listhneigður, einkum frábær píanóleikari og samdi nokkur lög.

Kona dönsk, og áttu þau 2 börn (Óðinn XV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.