Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Gunnlaugsson

(25. ágúst 1875–16. dec. 1924)

Læknir, skáld.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Halldórsson á Breiðabólstað í Vesturhópi og f.k. hans Margrét Andrea Lúðvíksdóttir verzlunarmanns Knudsens í Rv. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1891, stúdent 1897, með 1. einkunn (97 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. 13. júní 1903, með 1. einkunn (158% st.). Aðstoðarlæknir á Akureyri 1903–5. Fekk Hornafjarðarhérað 6. júlí 1905, en fór þangað ekki, settur 4. sept. 1905 í Rangárhérað, fekk Vestmannaeyjahérað 17. mars 1906 og hélt til æviloka. Drukknaði þar í embættisferð út í skip.

Var varaumboðsmaður Frakkastjórnar þar. Off. d'Acad. 1909.

Orkti margt kímikvæða. Ritgerðir í Læknablaði.

Kona (22. júlí 1905): Anna Sigrid (f. 16. febr. 1885), dóttir P. Chr. Therps trésmiðs í Kh. Böm þeirra: Ólafur læknir í Vestmannaeyjum, Gunnlaugur húsameistari í Rv. Axel Valdimar, Ella Vilhelmína, Gunnar Þórir (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.