Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Finnsson

(3. okt. 1736–15. mars 1814)

Prestur.

Foreldrar: Finnur byskup Jónsson og kona hans Guðríður Gísladóttir í Mávahlíð, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1752, stúdent 6. maí 1755, var settur heyrari í skólanum frá miðjum vetri 1756–S8, fór utan 1758, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. dec. s.á., lauk prófi í guðfræði 24. febr. 1761, með 2. einkunn, vígðist kirkjuprestur í Skálholti 17. júlí 1763, varð prófastur í Árnesþingi 1767, visiteraði Dala- og Strandasýslur 1774 í umboði föður síns, fekk Hítardal 9. febr. 1775, varð s. á. prófastur í Mýrasýslu, sagði af sér því starfi 7. ágúst 1790, en fekk lausn frá prestskap 23. ágúst 1799. Hann var talinn einn hinna líklegustu til þess að taka við byskupsdæmi á Hólum 1787. Hann fekk 1783 verðlaun frá landbúnaðarfélaginu danska fyrir framkvæmdir í búnaði, átti framan af erfitt í búi, en varð efnamaður, var maður skörulegur að sjá, hógvær og gætinn, en þókti stundum nokkuð hégómlegur í tali og háttum, kennimaður góður. Eftir hann er prentað: „Guðs barna borðskikk“, Leirárg. 1798. Hann hefir og verið ættvís, sem þeir frændur, því að til eru eftir hann athugasemdir í þeirri grein (ILbs.).

Kona (18. sept. 1765): Guðfinna (d. 31. dec. 1779) Torfadóttir að Stórólfshvoli, Erlendssonar. Dætur þeirra: Guðríður (f. 1767, d. 1781), Sigríður átti fyrr síra Guðmund Þorgrímsson á Lambastöðum, síðar Geir byskup Vídalín (HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.