Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Eiríksson

(– – 1698)

Prestur. Launsonur síra Eiríks Ólafssonar í Kirkjubæ í Tungu með Hallnýju nokkurri, „fóstru“ hans. Lærði í Hólaskóla.

Fór utan 1661, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. nóv. 1661, varð attestatus í guðfræði, kom aftur til landsins 1665, vígðist prestur að Kolfreyjustað 7. júlí 1667, en átti nýkvæntur barn við systkinabarni sínu (Vilborgu Eyjólfsdóttur prests á Kolfreyjustað, Bjarnasonar), fekk ekki uppreisn þá, en prestakallið var þó óveitt til 1673, virðist 1677 hafa búið á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, varð 1. febr. 1676 innheimtumaður byskupstíunda í Múlaþingi fyrir Þórð byskup (– – Þorláksson, fór utan 1680 og hlaut uppreisn 16. apríl 1681, bjó í Brekkugerði í Fljótsdal 1682, fekk 15. maí 1683 Hjaltastaði í Útmannasveit og hélt til dauðadags. Hann var vel skáldmæltur, sem margir föðurfrændur hans, þótt ekki sé margt eftir hann til (sjá Lbs.), sálmar, erfiljóð (um Gísla sýslumann Magnússon á Hlíðarenda og Martein sýslumann Rögnvaldsson) og nokkur kvæði, sum gamansamlegs efnis.

Kona: Þorbjörg (57 ára 1703, á Kóreksstöðum) Hallgrímsdóttir prests í Glaumbæ, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Brynjólfur skáld í Kirkjubæ í Tungu, Ragnheiður átti fyrr síra Vigfús Gíslason að Krossi, síðar Sigurð Árnason að Krossi, Ingibjörg átti síra Bjarna Helgason að Fellsmúla, Hallný átti síra Brynjólf Ólafsson að Hálsi í Hamarsfirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.