Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Halldór Eiríksson

(um 1621–um 1708)

Prestur.

Foreldrar: Eiríkur lögréttumaður Sigvaldason á Búlandi og f. k. hans Þórunn Sigurðardóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Einarssonar. Er orðinn sveinn Brynjólfs byskups Sveinssonar 1645, en kirkjuprestur í Skálholti 1651, tók við Heydölum undir árslok 1654, var þá í rauninni aðstoðarprestur síra Þórarins, bróður síns, en fekk prestakallið að fullu 1655, hélt því til æviloka, en hafði lengi aðstoðarpresta. Hann var hraustmenni, sem margir þeir frændur, vel að sér og mikils virtur.

Kona: Guðrún (59 ára 1703) Nikulásdóttir klausturhaldara í Kirkjubæ, Þormóðssonar.

Börn þeirra: Eiríkur að Krossi á Berufjarðarströnd, Kort að Gilsá í Breiðdal, Höskuldur lögsagnari í Múlaþingi, Elín f.k. síra Árna Álfssonar í Heydölum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.